Ert þú á leið í ferðalag og ekki pláss í bílnum fyrir alvöru hljóðkerfi? Soundboks Go er nettur og meðfærilegur bluetooth hátalari fyrir brjálaða skemmtun. Soundboks Go skilar miklum hljómgæðum og er einstaklega stílhreinn í hönnun.
Ef þig vantar gott hljóð í partýið og nennir ekki að stinga í samband þá er þetta græjan fyrir þig. Einfalt að stilla upp og er með allt að 4 daga endingu á batteríi á einni hleðslu eða 10 klst. á fullum styrk.
Á laugardögum eru skil á búnaði á milli 09:30 – 11:00 og afhending á búnaði á milli 12:00 – 14:00.
Opið er á sunnudögum yfir fermingartímabilið 2024, ef búnaður er bókaður með skiladag á sunnudegi gildir sami skilatími og á laugardögum yfir fermingartímabil.