Loading...

Karaoke

þessi pakki hentar einstaklega vel fyrir karaoke í heimahúsum og minni sölum.

Þú færð hátalara ásamt Ipad og tveimur Míkrófónum. Ipadinn er svo með eitt skemmtilegasta Karaoke forritið á markaðnum, Karafun þar sem eru yfir 31 þúsund lög.

Einnig er hægt að fara á youtube ef þú vilt auka úrvalið enn frekar.

 

Nú með Autotune!
Nú geta bókstaflega allir sungið. Því við erum kominn með effecta græju á lager sem gerir þér kleift að syngja eins og þinn uppáhalds menntaskólarappari.

Bættu við Autotune og þú tekur karaoke leikinn upp á næsta stig

Uppsetning:

Uppsetningin á þessu karaoke kerfi gæti ekki verið einfaldari. Tengir ipadinn með bluetooth og stingur míkrófónunum í samband við hátalarann og þá eru græjurnar klárar. Þar sem það er innbyggt batterí í hátalaranum þá þarf ekki að stinga honum í samband við rafmagn.

Autotune:
Autotune græjan virkar þannig að míkrófón er stungið í samband við Autotune. Jack snúra fer síðan úr Autotune græjunni og í míkrófón plögg á hátalara. Græjan er batterísknúinn svo það er nóg að smella á ON.

Síðan er hægt að leika sér með effectana eins mikið og maður vill.

Karaoke leiðbeiningar