Spegillinn er með Canon DSLR myndavél og stúdíó ljósi sem skilar sér í mjög góðum myndgæðum. Spegillinn er í raun stór snertiskjár en myndirnar eru teknar í gegnum spegilinn. Mjög skemmtileg græja sem hentar vel í brúðkaup og árshátíðir. Spegillinn sendir gestum bæði SMS og email og leigjandi fær síðan afrit af öllum myndum sendar til sín í tölvupósti.
Aukahlutir sem eru fáanlegir með speglinum: Prentari, Props og Bakgrunnur.
ATH. Við sjáum um uppsetningu á Spegli og því er ekki hægt að sækja hann til okkar. Ef að viðburðurinn er staðsettur fyrir utan höfuðborgarsvæðið bætist við auka kostnaður.
Á laugardögum eru skil á búnaði á milli 09:30 – 11:00 og afhending á búnaði á milli 12:00 – 14:00.
Opið er á sunnudögum yfir fermingartímabilið 2024, ef búnaður er bókaður með skiladag á sunnudegi gildir sami skilatími og á laugardögum yfir fermingartímabil.