Skreytingaþjónusta
Í átta ár höfum við hjá Rentaparty ehf staðið á bak við ótal viðburði á Íslandi með fyrsta flokks búnaði og skreytingaþjónustu. Nú tökum við næsta skref – að bjóða heildstæða viðburðaþjónustu þar sem við sjáum um allt frá hugmynd til framkvæmdar.
Hvort sem um ræðir árshátíð, starfsmannadag, ráðstefnu eða einkaviðburð, þá vinnum við náið með þér að því að skapa upplifun sem skilur eftir sig minningar til langs tíma.
Þjónusta okkar nær yfir allt sem þarf:
- Skipulag & umgjörð – frá hugmyndavinnu og hönnun til framkvæmdar
- Skreytingar & hönnun – sérsniðin umhverfi sem setja stemninguna
- Skemmtiatriði & tónlist – hvort sem það er DJ, hljómsveit eða uppistand
- Veitingar & þjónusta – skipulag á mat, drykk og faglegri framreiðslu
- Tækni & öryggi – hljóð, ljós, svið, myndavélar og faglegt tæknifólk
Við trúum því að hver viðburður eigi að vera einstakur. Með reynslu okkar og ástríðu fyrir viðburðahaldi getum við boðið lausnir sem gera atburðinn ekki aðein skemmtilegan, heldur ógleymanlegan.
Hvers vegna Rentaparty?
- 8 ára reynsla af viðburðum um allt land
- Sterk skreytingaþjónusta sem lyftir stemningunni
- Heildarlausnir – engir milliliðir, allt í einum pakka
- Persónuleg nálgun og sköpunargleði í fyrirrúmi
Hvort sem þú vilt halda árshátíð sem slær í gegn, skapa frábæran starfsdag eða skipuleggja viðburð sem enginn gleymir, þá erum við tilbúin að taka við keflinu.






























