Rent-A-Party

LEIGUSKILMÁLAR

Leigufyrirkomulag:

Allur texti og verð eru birt með fyrirvara um breytingar.

  1. Við mælum eindregið með því að panta vörur/búnað hér í gegnum heimasíðuna og helst með góðum fyrirvara.
  2. Þó pantað sé í gegnum síðuna þá þarf ekki að greiða fyrr en varan/búnaðurinn er sótt/ur á starfsstöð Rent-A-Party, Vesturvör 32b
  3. Það þarf almennt að sækja allar vörur/búnað nema annað sé tilgreint í vörulýsingu. Rent-A-Party getur annast afhendingu/flutning á öllum vörum en því fylgir almennt aukalegur kostnaður.
  4. Afbóka skal með 24 tíma fyrirvara til að komast hjá því að greiða fyrir leigu. Afbókanir fara fram í gegnum netfangið info@rentaparty.is

 

Leigutími/verð:

  1. Leigutími er almennt sólarhringur og öll verð á síðunni miða við það. Viljir þú leigja vöru/búnað lengur en í sólarhring þá er almennt greitt 50% af leiguverðinu fyrir hvern auka dag. Ef þú hefur hug á leigu í fjóra daga eða í lengri tíma mátt þú endilega hafa samband símleiðis eða í tölvupósti og við gerum þér tilboð.
  2. Ef afhendingardagur er mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur eða fimmtudagur þá skal sækja á búnað á starfsstöð Rent-A-Party, Vesturvör 32b á milli 12:30 og 16:00 nema annað sé sérstaklega tekið fram.

 

Ef afhendingardagur er föstudagur þá skal sækja búnað á á starfsstöð Rent-A-Party, Vesturvör 32b á milli 12:30 og 16:00 nema annað sé sérstaklega tekið fram. 

 

Ef afhendingardagur er laugardagur þá skal sækja búnað á á starfsstöð Rent-A-Party, Vesturvör 32b á milli 12:30 og 14:00 nema annað sé sérstaklega tekið fram. Ef afhendingardagur er sunnudagur þá skal hafa samband  við Rent A Party um afhendingartíma.

  1. Ef skiladagur er mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur eða fimmtudagur þá skal skila á milli 09:00 og 16:00 nema annað sé sérstaklega tekið fram.
    Ef Skiladagur er föstudagur eða laugardagur þá skal skilað á milli 9:00 og 11:00, eða eftir samkomulagi. 
  2. Ef skiladagur er sunnudagur þá skal hafa samband við Rent A Party um skilatíma.
  3. Sé vöru/búnaði ekki skilað á réttum tíma þá skal greitt fyrir fullt leiguverð fyrir hvern liðin dag frá skiladegi.

 

Ábyrgð/tryggingar:

  1. Ábyrgð og áhætta á leigðum vörum/búnaði færist yfir á viðskiptavin þegar vara/búnaður er afhentur á starfsstöð Rent-A-Party eða þegar afhending hefur átt sér stað annars staðar og starfsmenn Rent-A-Party hafa lokið uppsetningu.
  2. Eftir að ábyrgð á vöru/búnaði hefur færst yfir á viðskiptavin þá er viðkomandi ábyrgur fyrir öllu tjóni og því ef varan/búnaðurinn glatast.
  3. Rent-A-Party býður viðskiptavinum vátryggingu sem er 5% af leiguverði. Sjálfsábyrgð vátryggingarinnar er í öllum tilvikum 15% af endurnýjunar verði vöru/búnaðar ef öllum öryggis kröfum hefur verið fylgt eftir. Sjálfsábyrgðin er þó ekki lægri en 65.000kr ef rekja má tjón til bótaskylds atburðar.

 

Þrifagjald:

  1. Öllum vörum/búnaði skal skilað hreinum. Ef því er ekki sinnt skal greiða þrifagjald – 2.500 kr. til 5.000 kr. (Mismunandi eftir vörum/búnaði)